Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. desember 2018 10:44 Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50