Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir tekjur Helguvíkurhafnar ekki hafa verið eins og ætlað var í upphafi. Fréttablaðið/Ernir Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira