Fimmta hver kona á Íslandi fær nú ávísað þunglyndislyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Mikil þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er áhyggjuefni, segir Landlæknisembættið. Nordicphotos/Getty Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira