Fimmta hver kona á Íslandi fær nú ávísað þunglyndislyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Mikil þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er áhyggjuefni, segir Landlæknisembættið. Nordicphotos/Getty Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira