Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 19:30 Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel." Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel."
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira