Sigla blindandi í ólgusjó heimsfaraldurs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. nóvember 2018 11:00 Notkun insúlíns mun aukast verulega í heiminum. Getty Hnattræn eftirspurn eftir insúlíni til meðhöndlunar við sykursýki 2 mun aukast um 20 prósent á næstu 12 árum. Verði ekki gripið til aðgerða til að mæta þessari eftirspurn er líklegt að um 80 milljónir manna – aðallega í löndum Afríku, Asíu og á Kyrrahafseyjum – muni ekki hafa stöðugt aðgengi að insúlíni undir loks næsta áratugar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna við Stanford-háskóla og Genfarháskóla. Niðurstöðurnar voru birtar í læknaritinu Lancet í vikunni. Vísindamennirnir framreiknuðu hnattrænt nýgengi sykursýki 2 til ársins 2030 með því að rýna í gögn Alþjóðasamtaka sykursjúkra og rannsóknargögn úr 14 hóprannsóknum, sem samanlagt taka til 60 prósenta þeirra sem glíma við sjúkdóminn í heiminum í dag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fullorðnum einstaklingum sem glíma við sykursýki 2 muni fjölga um fimmtung á næstu 12 árum, úr 406 milljónum manna í ár í 511 milljónir árið 2030. Af þeim mun rúmlega helmingur búa í þremur löndum; Kína, Indlandi og Bandaríkjunum. Sykursýki er langvinnur og ólæknandi efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af blóðsykurhækkun vegna röskunar á insúlínvirkni, ónógri framleiðslu insúlíns eða hvors tveggja. Um 90 til 95 prósent allra tilfella sykursýki eru af tegund 2. Offita er sterkasti breytanlegi áhættuþáttur sykursýki. Samhliða auknu nýgengi mun eftirspurn eftir insúlíni – sem nauðsynlegt er fyrir þá sem glíma við sykursýki 1 og 2 ef forðast á fylgikvilla á borð við blindu, nýrnabilun, slag og aflimun – aukast gríðarlega, eða úr 526 milljónum skammta árið 2016 í 634 milljónir árið 2030. „Vegna hækkandi aldurs, þéttbýlismyndunar og breyta sem tengjast mataræði og hreyfingu mun þeim fjölga mjög sem glíma við sykursýki 2,“ sagði Sanjay Basu, aðalhöfundur og prófessor við Stanford-háskóla. „Víða um heim er insúlín af skornum skammti, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna um að berjast gegn langvinnum ekki-smitandi sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir.“ Niðurstöðurnar eru birtar með nokkrum fyrirvörum, t.d. er varða breytingar á mataræði og hreyfingu fólks. Lífsstílsbreytingar gætu haft jákvæð eða neikvæð áhrif á nýgengi. Í ítarefni rannsóknarinnar kemur fram að áætlaður fjöldi þeirra sem glíma við sykursýki 2 hér á landi í ár sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga muni í þeim hópi um rúmlega þrjú þúsund manns og í 20.689 (14.316-26.110) á næstu 12 árum. Þrátt fyrir að skýrar vísbendingar séu um að nýgengi sykursýki 2 sé að aukast hér á landi, líkt og víða annars staðar í heiminum, er í raun minna vitað um faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi en mögulegt væri. „Vandamálið okkar er að við höfum ekki aðgengileg áreiðanleg gögn. Okkur sárvantar ný gögn til að geta gert áætlanir um heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rafn Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir innkirtladeildar Landspítala. Rafn var formaður starfshóps sem skilaði í apríl síðastliðnum skýrslu um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki á Íslandi. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er mikilvægi miðlægrar skrár um sykursýki ítrekað: „Án gagnagrunns eru einfaldlega engar undirstöður.“ Velferðarráðuneytið hefur fjallað um tillögur starfshópsins. Embætti landlæknis hefur verið falið að meta kostnað við að koma sykursýkisskrá á fót. Örvandi lyf eru kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og var árið 2016 799 milljónir króna. Þar á eftir koma lyf við sykursýki þar sem kostnaður var 615 milljónir króna. „Lyf við sykursýki eru næstdýrasti lyfjaflokkurinn hér á Íslandi. Það er lítið talað um það, og fólk gerir sér líklega almennt ekki grein fyrir umfangi vandans og því síður hvert þetta stefnir.“ Rafn telur gæta sinnu- og stefnuleysis af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. „Ég hef talað um þetta við ýmsa aðila innan kerfisins síðustu 10 til 15 ár – en oftast mætt litlum skilningi“ segir Rafn. „Það vantar algjörlega umgjörð, stefnumótun, áætlanagerð og fjármögnun á þessu sviði. Við eigum reyndar fullt af gögnum sem hægt væri að nýta til þessa, en það þarf að vinna úr þeim með skipulögðum hætti og gera svo áætlanir sem verða að aðgerðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hnattræn eftirspurn eftir insúlíni til meðhöndlunar við sykursýki 2 mun aukast um 20 prósent á næstu 12 árum. Verði ekki gripið til aðgerða til að mæta þessari eftirspurn er líklegt að um 80 milljónir manna – aðallega í löndum Afríku, Asíu og á Kyrrahafseyjum – muni ekki hafa stöðugt aðgengi að insúlíni undir loks næsta áratugar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna við Stanford-háskóla og Genfarháskóla. Niðurstöðurnar voru birtar í læknaritinu Lancet í vikunni. Vísindamennirnir framreiknuðu hnattrænt nýgengi sykursýki 2 til ársins 2030 með því að rýna í gögn Alþjóðasamtaka sykursjúkra og rannsóknargögn úr 14 hóprannsóknum, sem samanlagt taka til 60 prósenta þeirra sem glíma við sjúkdóminn í heiminum í dag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fullorðnum einstaklingum sem glíma við sykursýki 2 muni fjölga um fimmtung á næstu 12 árum, úr 406 milljónum manna í ár í 511 milljónir árið 2030. Af þeim mun rúmlega helmingur búa í þremur löndum; Kína, Indlandi og Bandaríkjunum. Sykursýki er langvinnur og ólæknandi efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af blóðsykurhækkun vegna röskunar á insúlínvirkni, ónógri framleiðslu insúlíns eða hvors tveggja. Um 90 til 95 prósent allra tilfella sykursýki eru af tegund 2. Offita er sterkasti breytanlegi áhættuþáttur sykursýki. Samhliða auknu nýgengi mun eftirspurn eftir insúlíni – sem nauðsynlegt er fyrir þá sem glíma við sykursýki 1 og 2 ef forðast á fylgikvilla á borð við blindu, nýrnabilun, slag og aflimun – aukast gríðarlega, eða úr 526 milljónum skammta árið 2016 í 634 milljónir árið 2030. „Vegna hækkandi aldurs, þéttbýlismyndunar og breyta sem tengjast mataræði og hreyfingu mun þeim fjölga mjög sem glíma við sykursýki 2,“ sagði Sanjay Basu, aðalhöfundur og prófessor við Stanford-háskóla. „Víða um heim er insúlín af skornum skammti, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna um að berjast gegn langvinnum ekki-smitandi sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir.“ Niðurstöðurnar eru birtar með nokkrum fyrirvörum, t.d. er varða breytingar á mataræði og hreyfingu fólks. Lífsstílsbreytingar gætu haft jákvæð eða neikvæð áhrif á nýgengi. Í ítarefni rannsóknarinnar kemur fram að áætlaður fjöldi þeirra sem glíma við sykursýki 2 hér á landi í ár sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga muni í þeim hópi um rúmlega þrjú þúsund manns og í 20.689 (14.316-26.110) á næstu 12 árum. Þrátt fyrir að skýrar vísbendingar séu um að nýgengi sykursýki 2 sé að aukast hér á landi, líkt og víða annars staðar í heiminum, er í raun minna vitað um faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi en mögulegt væri. „Vandamálið okkar er að við höfum ekki aðgengileg áreiðanleg gögn. Okkur sárvantar ný gögn til að geta gert áætlanir um heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rafn Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir innkirtladeildar Landspítala. Rafn var formaður starfshóps sem skilaði í apríl síðastliðnum skýrslu um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki á Íslandi. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er mikilvægi miðlægrar skrár um sykursýki ítrekað: „Án gagnagrunns eru einfaldlega engar undirstöður.“ Velferðarráðuneytið hefur fjallað um tillögur starfshópsins. Embætti landlæknis hefur verið falið að meta kostnað við að koma sykursýkisskrá á fót. Örvandi lyf eru kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og var árið 2016 799 milljónir króna. Þar á eftir koma lyf við sykursýki þar sem kostnaður var 615 milljónir króna. „Lyf við sykursýki eru næstdýrasti lyfjaflokkurinn hér á Íslandi. Það er lítið talað um það, og fólk gerir sér líklega almennt ekki grein fyrir umfangi vandans og því síður hvert þetta stefnir.“ Rafn telur gæta sinnu- og stefnuleysis af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. „Ég hef talað um þetta við ýmsa aðila innan kerfisins síðustu 10 til 15 ár – en oftast mætt litlum skilningi“ segir Rafn. „Það vantar algjörlega umgjörð, stefnumótun, áætlanagerð og fjármögnun á þessu sviði. Við eigum reyndar fullt af gögnum sem hægt væri að nýta til þessa, en það þarf að vinna úr þeim með skipulögðum hætti og gera svo áætlanir sem verða að aðgerðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira