Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2018 21:40 Frá mótmælunum fyrr í dag. Vísir/EPA Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Sjá meira
Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent