Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 18:45 Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira