Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 18:45 Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira