Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Of mikið einblínt á óskir flugfélaga segir Skipulagsstofnun. Fréttablaðið/Ernir Skipulagsstofnun segir samfélagsleg áhrif stórfelldrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli ekki nægilega rannsakaða af hinu opinbera. Áætlað er að settir verði rúmir níutíu milljarðar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar til ársins 2022.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmargir hafa sent inn umsögn við áætlun ráðherrans. Skipulagsstofnun segir í umsögn sinni að eftir lestur hennar „[…]virðist stefna stjórnvalda um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli einvörðungu byggja á eftirspurn flugfélaga eftir aðstöðu á flugvellinum. Þannig er ekki að sjá að lagt hafi verið mat á æskilegt umfang flugvallarstarfseminnar með tilliti til ýmissa samfélagslegra áhrifa innanlands,“ segir í umsögn Skipulagsstofnunar Í tillögu ráðherrans er stefnan að aðstaða á Keflavíkurflugvelli verði stórbætt til að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem um flugvöllinn fara ár hvert. Jafnframt er sagt í greinargerð með áætluninni að það þurfi að stækka flugvöllinn „ef á að anna fleiri farþegum og styðja flugfélögin í að fjölga skiptifarþegum“. „Við svona mikil uppbyggingaráform sem hafa víðtæk áhrif um allt land ætti að liggja fyrir skýrari stefna frá stjórnvöldum,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. „Með þessari umsögn vorum við að fylgja eftir umræðum sem sköpuðust við vinnu við aðalskipulag Keflavíkurflugvallar fyrir nokkrum misserum. Samgönguáætlun er réttur vettvangur að okkar mati fyrir stefnumótun sem þessa.“Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurMillilandaflug fer nánast eingöngu um Keflavíkurflugvöll og ferðaþjónustuaðilar vítt og breitt um landið hafa talað um mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið. Þannig mætti nýta þá fjárfestingu innviða í ferðaþjónustu betur. Stækkun vallarins í Keflavík fyrir tæpa eitt hundrað milljarða er, að margra mati, staðfesting á að ekki eigi að fjölga gáttum inn í landið. „Flugstefna fyrir Ísland hefur ekki verið mörkuð, né afstaða stjórnvalda um þolmörk Íslands. Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar er tilgreint að eigendastefna verði mótuð fyrir Isavia,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þá boðaði samgönguráðherra nýverið í svari við fyrirspurn að fyrsta flugstefna Íslands líti dagsins ljós á vordögum 2019. Isavia fagnar því að flug- og eigendastefna verði skilgreind og mörkuð.“ Gert er ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna heimsæki Ísland á næsta ári og að farþegar sem leið eiga um völlinn verði yfir tíu milljónir. Því er talið mikilvægt að stækka flugvöllinn til að taka á móti þeim aukna fjölda farþega sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Skipulagsstofnun segir samfélagsleg áhrif stórfelldrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli ekki nægilega rannsakaða af hinu opinbera. Áætlað er að settir verði rúmir níutíu milljarðar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar til ársins 2022.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmargir hafa sent inn umsögn við áætlun ráðherrans. Skipulagsstofnun segir í umsögn sinni að eftir lestur hennar „[…]virðist stefna stjórnvalda um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli einvörðungu byggja á eftirspurn flugfélaga eftir aðstöðu á flugvellinum. Þannig er ekki að sjá að lagt hafi verið mat á æskilegt umfang flugvallarstarfseminnar með tilliti til ýmissa samfélagslegra áhrifa innanlands,“ segir í umsögn Skipulagsstofnunar Í tillögu ráðherrans er stefnan að aðstaða á Keflavíkurflugvelli verði stórbætt til að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem um flugvöllinn fara ár hvert. Jafnframt er sagt í greinargerð með áætluninni að það þurfi að stækka flugvöllinn „ef á að anna fleiri farþegum og styðja flugfélögin í að fjölga skiptifarþegum“. „Við svona mikil uppbyggingaráform sem hafa víðtæk áhrif um allt land ætti að liggja fyrir skýrari stefna frá stjórnvöldum,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. „Með þessari umsögn vorum við að fylgja eftir umræðum sem sköpuðust við vinnu við aðalskipulag Keflavíkurflugvallar fyrir nokkrum misserum. Samgönguáætlun er réttur vettvangur að okkar mati fyrir stefnumótun sem þessa.“Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurMillilandaflug fer nánast eingöngu um Keflavíkurflugvöll og ferðaþjónustuaðilar vítt og breitt um landið hafa talað um mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið. Þannig mætti nýta þá fjárfestingu innviða í ferðaþjónustu betur. Stækkun vallarins í Keflavík fyrir tæpa eitt hundrað milljarða er, að margra mati, staðfesting á að ekki eigi að fjölga gáttum inn í landið. „Flugstefna fyrir Ísland hefur ekki verið mörkuð, né afstaða stjórnvalda um þolmörk Íslands. Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar er tilgreint að eigendastefna verði mótuð fyrir Isavia,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þá boðaði samgönguráðherra nýverið í svari við fyrirspurn að fyrsta flugstefna Íslands líti dagsins ljós á vordögum 2019. Isavia fagnar því að flug- og eigendastefna verði skilgreind og mörkuð.“ Gert er ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna heimsæki Ísland á næsta ári og að farþegar sem leið eiga um völlinn verði yfir tíu milljónir. Því er talið mikilvægt að stækka flugvöllinn til að taka á móti þeim aukna fjölda farþega sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira