Lífið

Skapari Svamps Sveinssonar látinn

Sylvía Hall skrifar
Svampur Sveinsson er ein vinsælasta teiknimyndapersóna heims.
Svampur Sveinsson er ein vinsælasta teiknimyndapersóna heims. Getty/Dimitrios Kambouris
Teiknarinn og sjávarlíffræðingurinn Stephen Hillenburg er látinn 57 ára að aldri eftir baráttu við taugahrörnunarsjúkdóminn ALS. Hann var frægastur fyrir að hafa skapað hinn feyki vinsæla teiknimyndasvamp SpongeBob SquarePants, eða Svamp Sveinsson eins og hann heitir á íslensku. 

Svampur Sveinsson kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999 þegar samnefndir þættir hófu göngu sína á sjónvarpsstöðinni Nickelodeon

Hillenburg nýtti bakgrunn sinn í sjávarlíffræði til þess að vinna þættina sem gerast neðansjávar og segja frá svampinum Svampi sem býr í ananas og umgengst allskyns sjávarverur. Ásamt því að hafa hafa átt hugmyndina að persónu Svamps sá hann einnig um leikstjórn og skrif þáttanna. Þættirnir eru þeir vinsælustu í sögu stöðvarinnar. 

Vinsældir hugarfósturs Hillenburg eru gífurlega miklar og hafa þættirnir verið sýndir víðs vegar um heiminn. Hillenburg sagði frá því í viðtali við tímaritið Variety í mars 2017 að hann hafi greinst með sjúkdóminn en hygðist halda áfram að vinna við Svamp Sveinsson svo lengi sem hann gæti. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.