Lífið

Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga Dögg þekkir sleipiefni vel.
Sigga Dögg þekkir sleipiefni vel.

Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni.

Ástæðan fyrir tilkynningunni frá Siggu kemur í kjölfar orðalags Gunnars Braga úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu að sumbli.

Þar sagði Gunnar Bragi: „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ sagði Gunnar um atburðarrásina þegar Geir H. Haarde var skipaður sendiherra.

„Smokkar eru smurðir með sleipiefni EKKI smjöri,“ segir Sigga Dögg og heldur áfram:

„Ekki smyrja smokkinn með smjöri, smokka þarf ekki að smyrja sérstaklega, smjör eykur hættuna á að smokkurinn rifni og ekki smyrja kynfærin með smjör...eða rassinn“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.