Lífið

Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins eru á milli tannanna á fólki.
Fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins eru á milli tannanna á fólki.

Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu að sumbli. Vísir fjallaði um innihald upptakanna í gær.

Á þeim er fyrrverandi utanríkisráðherra meðal annars sagður hafa upplýst að hann hafi skipað sendiherra úr röðum VG til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum og þingmenn Miðflokksins sagðir hafa uppi stór orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins.

Miðlarnir vísa í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmannanna á Klaustri, bar hótels Kvosin við Kirkjutorg 20. nóvember. Þar eru sögð hafa verið viðstödd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn flokksins auk Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins.

Þingmennirnir fara ófögrum orðum um aðra þingmenn og einnig um söngvarann Friðrik Ómar Hjörleifsson.

Klikkuð kunta

Í upptökunni eru nokkrir þingmenn Miðflokksins sagðir fara ófögrum orðum um Ingu Sæland. Þannig segi Bergþór um Ingu að hún sé „fokking tryllt“ og „húrrandi klikkuð kunta“.

„Þið verðið að átta ykkur á því að þið getið ekkert endalaust látið „madame Sæland“ bara grilla ykkur eins og þið séuð ekki til,“ hefur Stundin eftir Gunnari Braga. Blaðið segir þá Ólaf og Karl Gauta nær ekkert hafa komið Ingu til varnar.

Fleiri óviðurkvæmileg orð eru höfð eftir Gunnari Braga í DV þar sem hann ræðir um skipan á sendiherrum. Lýsir hann því hvernig þingmenn Vinstri grænna hefðu getað orðið brjálaðir þegar hann skipaði Geir sem sendiherra. Virðist hann vísa til Katrínar Jakobsdóttur þegar hann segir hana ekki hafa sagt orð þegar þau funduðu.

„Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ hefur DV eftir Gunnari Braga.

Í svona máli má alltaf gera ráð fyrir því að Íslendingar hafi mikla skoðun á samfélagsmiðlum og dælast hreinlega inn tíst um klausturmálið á Twitter.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin.


Tengdar fréttir

Bergþór biðst afsökunar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.