Innlent

Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu

Jakob Bjarnar skrifar
Frá fundi Miðflokksmanna. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segjast ætla að læra af ummælum sínum.
Frá fundi Miðflokksmanna. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segjast ætla að læra af ummælum sínum. Fréttablaðið/Ernir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Berþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, öll þingmenn Miðflokksins, hafa sent frá sér stutta afsökunarbeiðni vegna Klaustursupptaknanna.

Hann birta þau á Facebooksíðu flokksins. Þau segja að það hafi ekki verið ætlun þeirra að meiða neinn og biðjast „einlæglegrar afsökunar“. Þau segja ummæli sín óafsakanleg, þau hafi ekki ætlað að meiða neinn og þau hyggjast læra af þessu.

Yfirlýsingin öll er svohljóðandi:

„Við fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátum á hótelbarnum Klaustri í liðinni viku viljum biðja þá sem farið var ónærgætnum orðum um í þeim einkasamtölum sem þar fóru fram einlæglegrar afsökunar. Það var ekki ætlun okkar að meiða neinn og ljóst má vera að sá talsmáti sem þarna var á köflum viðhafður er óafsakanlegur. Við einsetjum okkur að læra af þessu og munum leitast við að sýna kurteisi og virðingu fyrir samferðarfólki okkar. Jafnframt biðjum við flokksmenn Miðflokksins og fjölskyldur okkar afsökunar á að hafa gengið fram með þessum hætti.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.