Innlent

Íslenskur hlaupari tók ekki lestina til að klára maraþon í New York

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
New York Maraþonið er geysivinsælt.
New York Maraþonið er geysivinsælt. Vísir/Getty
Lestarferð íslenska hlauparans Ívars Trausta Jósafatssonar árlegu maraþoni í New York borg vekur athygli bandarískra fjölmiðla.

Nokkurs misskilnings gætir um hvort Ívar hafi klárað hlaupið og gert er nokkuð góðlátlegt grín að Íslendingnum sem er jafnvel hampað sem hetju fyrir að hafa tekið neðanjarðarlest í miðju hlaupi.

Í fyrirsögn vefmiðilsins The Daily Caller er sagt að „íslensk hetja taki neðanjarðarlestina til þess að klára New York maraþonið“. Á vefsíðunni Marathon Investigation er látið að því liggja að Ívar hafi þóst klára hlaupið og tekið við verðlaunum.

Í samtali við frettabladid.is í gær kvaðst Ívar ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri athygli sem málið hafði vakið. Ógaman væri að ýjað væri að því að hann hefði haft rangt við.

„Ég tognaði og varð því að hætta hlaupi og ákvað því að taka neðanjarðarlestina í rúman klukkutíma á áfangastað. Mér finnst alveg frábært að þetta hafi vakið athygli því þegar ég var í lestinni þá leið mér eins og ég væri að svindla,“ sagðir Ívar sem kveðst einmitt hafa gantast með þetta við fólk í lestinni og bent þeim á að taka myndir af svindlaranum.

„Ég náttúrulega fór ekkert í mark, heldur fór ég á endapunkt hlaupsins til þess að ná í dótið mitt og sagði skipuleggjendum hlaupsins að ég hefði ekki klárað, en þetta er mjög fyndið fyrir utan það,“ sagði Ívar sem var að taka þátt í New York maraþoninu í fjórða skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×