Leigjendur Brynju fengu greiddar húsaleigubæturnar Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 18:05 Brynja er hússjóður Öryrkjabandalagsins. vísir/vilhelm Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51
Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00