Hitafundur í Downing stræti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar nú með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“ Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“
Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00
Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20