Hitafundur í Downing stræti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar nú með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“ Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“
Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00
Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20