Einkunnir Íslands: Kári bestur 15. nóvember 2018 21:50 Kári í baráttunni við markaskorarann í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira