Erlent

Rauðir Kmerar sekir um þjóðarmorð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kiu Samphan, fyrrverandi þjóðhöfðingi Kambódíu.
Kiu Samphan, fyrrverandi þjóðhöfðingi Kambódíu. AP/Nhet Sok Heng
Tveir af leiðtogum Rauðu Kmerana, sem stjórnuðu Kambódíu af skelfilegri hörku á áttunda áratugi síðustu aldar, hafa verið fundnir sekir um þjóðarmorð. Þetta er í fyrsta sinn sakfellt er fyrir slíkt í Kambódíu en Kmerarnir eru taldir hafa myrt allt að tvær milljónir manna á stuttum valdaferli sínum á árunum 1975 til 1979.Mennirnir tveir höfðu þegar verið dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni en nú hafa þeir fengið annan slíkan dóm, fyrir þjóðarmorð.Um er að ræða þá Nuon Chea, sem var aðstoðarmaður Pols Pot, leiðtoga Kmerana og Kiu Samphan, sem var þjóðhöfðingi Kambódíu á tímabilinu. Chea er orðinn níutíu og tveggja ára og Samphan áttatíu og sjö. Dómstóllinn sem réttaði yfir þeim var studdur af sameinuðu þjóðunum og voru þeir sakaðir um skipulagt þjóðarmorð á Cham þjóðarbrotinu, sem eru múslimar í Kambódíu, og á Víetnömum sem bjuggu í landinu. Langflestir þeirra sem drepnir voru á tímabilinu voru þó Kmerar, líkt og morðingjarnir sjálfir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.