Eiður Smári um Kolbein: Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn á fyrir Kolbeinn Sigþórsson í landsleik. Þeir eru tveir markahæstu landsliðsmenn Íslands. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira