Innlent

Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann

Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Eldurinn náði til ökutækis sem var við neðri hæð hússins þar sem bílaverkstæði er rekið.
Eldurinn náði til ökutækis sem var við neðri hæð hússins þar sem bílaverkstæði er rekið. Vísir/Vilhelm

„Það er skelfilegt að sjá þetta,“ sagði Pálmi Larsen sem rekur bílaverkstæði ásamt öðrum á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í kvöld.

Á efri hæð hússins er Glugga og hurðasmiðja SB rekin en það fyrirtæki snýr að Hvaleyrarbraut. Á neðri hæðinni er bílaverkstæðið sem snýr að Grandatröð.

Pálmi rekur bílaverkstæðið ásamt öðrum en hann sá brunann á Facebook, hringdi í samstarfsmann sinn og brunaði á vettvang.

Eldurinn hefur ekki náð niður á neðri hæð hússins þegar þetta er ritað en mikill reykur er þar. Pálmi segir að inni á verkstæðinu séu bílar en einn bíll hafi brunnið sem stóð fyrir utan það. Hann segir mikinn eldsmat á verkstæðinu og talsverða sprengihættu þar, enda gaskútar, bensín á bílum og olíuefni inni á stæðinu.

Hann sagði að það mætti vel segja svo að lífsviðurværið væri horfið hjá þeim sem voru með starfsemi á efri hæðinni.

Fjöldi slökkvliðsmanna stendur vaktina. Vísir/Vilhelm
Slökkviliðsmenn þurfa að ganga í ýmis verk á vettvangi. Vísir/Vilhelm
Útkallið barst á ellefta tímanum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Reiknað er með því að slökkvistarf geti staðið í alla nótt. Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar

Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.