Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. nóvember 2018 23:37 Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mikill eldur í húsinu, efri hæðin var alelda. Það var hvasst og gríðarlegur reykur og neistaflug sem lagði hér yfir Hvaleyrarbraut og út á haf.“ Þá segir hann nokkuð hafa verið um sprengingar á svæðinu. „Þegar fyrstu menn komu hérna á staðinn þá var mikið um sprengingar og við sáum allavega einn kút sem þeyttist upp í loftið og fór út á Hvaleyrarbrautina. Við lokuðum henni og það er stranglega bannað að vera hérna fyrir neðan húsið.“Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang. Vísir/VilhelmSigurður segir að það fyrsta sem slökkviliðið gerði við komuna hafi verið að kalla út allan tiltækan mannskap og ná í vatn til þess að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir fólki ekki hafa stafað hætta af eldsvoðanum en slökkvilið var fljótt að loka svæðinu. Aðspurður hvort eldurinn hafi náð að breiða úr sér í önnur hús segir Sigurður svo ekki vera. „Ekki neitt. Við erum með þetta staðbundið í húsinu. Við fórum strax í varnarvinnu til að hindra útbreiðslu til næstu bygginga og það hefur tekist.“Aðstæður voru gríðarlega erfiðar þegar slökkvilið mætti á svæðið. Vísir/VilhelmÞá segir hann að því fylgdu alltaf miklar hættur þegar svo stórt hús yrði bruna að bráð. „Þetta er trésmíðaverkstæði og mikið af efni þarna inni, þannig að við gerðum okkur strax grein fyrir því að það þurfti mikið til þess að slökkva eldinn.“ Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mikill eldur í húsinu, efri hæðin var alelda. Það var hvasst og gríðarlegur reykur og neistaflug sem lagði hér yfir Hvaleyrarbraut og út á haf.“ Þá segir hann nokkuð hafa verið um sprengingar á svæðinu. „Þegar fyrstu menn komu hérna á staðinn þá var mikið um sprengingar og við sáum allavega einn kút sem þeyttist upp í loftið og fór út á Hvaleyrarbrautina. Við lokuðum henni og það er stranglega bannað að vera hérna fyrir neðan húsið.“Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang. Vísir/VilhelmSigurður segir að það fyrsta sem slökkviliðið gerði við komuna hafi verið að kalla út allan tiltækan mannskap og ná í vatn til þess að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir fólki ekki hafa stafað hætta af eldsvoðanum en slökkvilið var fljótt að loka svæðinu. Aðspurður hvort eldurinn hafi náð að breiða úr sér í önnur hús segir Sigurður svo ekki vera. „Ekki neitt. Við erum með þetta staðbundið í húsinu. Við fórum strax í varnarvinnu til að hindra útbreiðslu til næstu bygginga og það hefur tekist.“Aðstæður voru gríðarlega erfiðar þegar slökkvilið mætti á svæðið. Vísir/VilhelmÞá segir hann að því fylgdu alltaf miklar hættur þegar svo stórt hús yrði bruna að bráð. „Þetta er trésmíðaverkstæði og mikið af efni þarna inni, þannig að við gerðum okkur strax grein fyrir því að það þurfti mikið til þess að slökkva eldinn.“
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira