Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. nóvember 2018 22:36 Deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands gagnrýndi vinnubrögð Birgittu í skoðanapistli sem birtist í dag. Vísir/Hanna/Vilhelm Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag. Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag.
Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
„Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43