Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. nóvember 2018 22:36 Deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands gagnrýndi vinnubrögð Birgittu í skoðanapistli sem birtist í dag. Vísir/Hanna/Vilhelm Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag. Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag.
Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
„Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43