Innlent

Kennsluvél þurfti að lenda snarlega á Reykjavíkurflugvelli

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Tveir voru um borð í lítilli kennsluflugvél sem lenda þurfti strax eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að vélinni hafi verið lent nokkrum mínútum eftir flugtak, mögulega vegna bilunar í vélinni.

Mbl.is hafði eftir slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu truflun hafi orðið í hreyfli flugvélarinnar. Henni hafi verið lent heilu og höldnu aftur. Slökkviliðið á flugvellinum hafi verið í viðbragðsstöðu eftir að tilkynnt var um atvikið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×