Nærri 60 þúsund farist á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2018 08:30 Ótrúlegur fjöldi flóttafólks hefur farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Afríku eða Mið-Austurlöndum. Vísir/Getty Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira