Innlent

38 prósent vilja léttvín í búðir

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Stuðningur við sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum eykst milli ára samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Stuðningur við sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum eykst milli ára samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/GVA
Stuðningur við sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum eykst milli ára samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Rúm 38 prósent vilja leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum en rúm 33 prósent voru fylgjandi því á síðasta ári.

Viðhorfin eru svipuð þegar kemur að léttvíni en tæp 38 prósent eru fylgjandi sölu þess í verslunum. Nánast jafn margir eru andvígir sölu á léttvíni í matvöruverslunum eða rúm 46 prósent og lækkar það hlutfall um 12 prósentustig milli ára.

Enn er mikill meirihluti á móti sölu á sterku víni í matvöruverslunum en aðeins rúm 13 prósent eru því fylgjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×