Rústik greiðir laun: „Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2018 22:20 Veitingastaðurinn Rústik, sem nú hefur verið lokað. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“ Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“
Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00