Innlent

Fatlaður fær ekki bætur vegna tjóns

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tryggingafélag borgarinnar hafnaði bótaskyldu þar sem um aðstoð utan heimilis, og þar með heimilisþjónustu, hefði verið að ræða og þá hefði þetta verið óhappatilvik.
Tryggingafélag borgarinnar hafnaði bótaskyldu þar sem um aðstoð utan heimilis, og þar með heimilisþjónustu, hefði verið að ræða og þá hefði þetta verið óhappatilvik. Vísir/Vilhelm
Fatlaður maður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar vegna tjóns sem varð á bifreið hans. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum (ÚRVá) taldi um óhappatilvik að ræða.

Tjónið má rekja til atviks sem varð þegar maðurinn datt úr sæti ökutækis síns og sat fastur milli framsætis og lyftu sem er í bifreiðinni. Hringdi hann í starfsmenn heimaþjónustu Reykjavíkurborgar til að fá aðstoð.

Tveir slíkir komu og rak annar þeirra sig í stýripinna sem varð til þess að bílstjórasætið lyftist upp og höfuðpúði þess rakst í þakklæðninguna. Við það brotnaði klæðningin og einnig urðu frekari skemmdir á lofti bílsins og farþegasæti.

Tryggingafélag borgarinnar hafnaði bótaskyldu þar sem um aðstoð utan heimilis, og þar með heimilisþjónustu, hefði verið að ræða og þá hefði þetta verið óhappatilvik. ÚRVá féllst á síðari röksemdirnar og sagði að tjónið hefði ekki mátt rekja til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi. Tjónið lendir því á umræddum einstaklingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×