Ársgömlu barni neitað um dvalarleyfi ólíkt foreldrunum Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Isidora, Filip Ragnar og Dusan. Filip Ragnar nýtur ekki sömu réttinda og aðrir. Fréttablaðið/Ernir Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira