Innlent

Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta.
Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. Vísir/Hanna

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að rafvæða ráðherrabílaflotann. Er það í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins og aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Á vef Stjórnarráðsins segir að samþykkt hafi verið að hefja strax undirbúning að útboðum í takt við þróun rafbíla á markaði hér á landi. Stefnt er að því að skipta út öllum ráðherrabifreiðum á næstu árum með það að markmiði að þeim tíma liðnum verði allar ráðherrabílar rafknúnir.

Þegar hafa verið settar upp rafhleðslustöðvar á bílastæði forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og stefnt er að uppsetningu slíkra stöðva á bílastæðum allra ráðuneyta á næstu mánuðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.