Innlent

Tveir Ís­lendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stór­felldan fíkni­efna­inn­flutning

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Áströlsk yfirvöld birtu þessar myndir í tengslum við málið en virði efnanna er um 2,5 milljónir ástralskra dollara.
Áströlsk yfirvöld birtu þessar myndir í tengslum við málið en virði efnanna er um 2,5 milljónir ástralskra dollara. ástralska tollgæslan

Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið.

Frá þessu er greint á vef ástralska miðilsins Herald Sun og vitnað í áströlsku alríkislögregluna en á vef áströlsku tollgæslunnar segir að mennirnir hafi verið handteknir á mánudag.

Annar þeirra er 25 ára gamall og var handtekinn á flugvellinum eftir að tollverðir fundu fjögur kíló af kókaíni falin í ferðatösku hans. Var maðurinn á leið frá Hong Kong inn til Ástralíu. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. febrúar á næsta ári.

Hinn maðurinn, sem er þrítugur, var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi hans. Að því er segir á vef tollgæslunnar mun hann koma fyrir dómara í dag.

Talið er að virði efnanna sé alls um 2,5 milljónir ástralskra dollara eða sem samsvarar um 218 milljónum króna. Brot mannanna varða við lífstíðarfangelsi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.