Fótbolti

Pogba: Skrýtið að það snerti marga

Anton Ingi Leifsson skrifar

Paul Pogba, miðjumaður Man. Utd, var ánægður með hvernig var tekið á móti honum í Tórínó í kvöld er Manhcester United sótti Juventus heim.

United gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Juventus eftir að Cristiano Ronaldo kom Juventus í 1-0. Pogba leið vel á vellinum í kvöld.

„Það var æðislegt að við unnum. Það var það mikilvægasta,“ sagði Pogba í samtali við BT Sports í leikslok í Tórínó í kvöld.

„Stuðningsmennirnir tóku vel á móti mér og mér líkar það. Við spiluðum gegn góðu liði en stigin þrjú eru mest mikilvægust,” en það fór fyrir brjóstið á einhverjum að Pogba hafi fagnað áður en boltinn fór yfir línuna í kvöld.

„Ég fagnaði fyrir markið og það var skrýtið að það snerti marga. Við höfum verið að spila vel saman og við gerðum þetta vel í kvöld,“ sagði Pogba og bætti við að lokum:

„Kannski áttum við auka orku til þess að klára þetta í lokin,“ sagði Frakkinn sem fiskaði aukaspyrnuna sem United jafnaði metin úr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.