Fótbolti

Sjáðu draumamark Ronaldo, sögulegt mark Arnórs og öll hin í Meistaradeildinni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba fagnar sigurmarkinu.
Paul Pogba fagnar sigurmarkinu. Vísir/Getty

Fjórða umferð Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi þar sem stærstu úrslit kvöldsins voru örygglega endurkomusigur Manchester United á útivelli á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus.

Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir með frábæru marki en United mönnum tókst að snúa leiknum sér í vil á lokamínútunum. Sigurmarkið var skrautlegt sjálfsmark en það fyrra skoraði Juan Mata beint úr aukaspyrnu.

Fyrr um daginn hafði Arnór Sigurðsson sett nýtt íslenskt met þegar hann skoraði fyrir CSKA Moskvu á móti Roma en hann er yngsti Íslendingurinn sem skorar í Meisaradeildinni.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin sem voru skoruð í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þar er nóg að taka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.