Eiga líka líf utan vinnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“ Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“
Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30