Innlent

Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Egill

Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila hagnaði. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni, hefur gagnrýnt fyrirtækið fyrir að taka dýr lán í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.

„Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur í samtali við Fréttablaðið.

Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu

Í tilkynningu til fjölmiðla segir Brynhildur að skýr eigendastefna OR frá 2012 hafi átt mikinn þátt í að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. Þess hafi viðskiptavinir notið með lækkun á gjaldskrám síðustu misseri.

Það hafi eigendur OR einnig gert með því að fá greiddan arð af rekstrinum árið 2017 og hafi það verið í fyrsta skipti um árabil sem OR greiðir arð til eigenda.

Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð

Brynhildur segir, eins og áður hefur komið fram, að eigendurnir hafi samþykkt eigendastefnu þar sem kveðið er á um að reksturinn skuli skila þeim arði. Arður sé þó ekki greiddur út nema ljóst sé að fjárhagsstaða OR leyfi það. Því hafi sérstök arðgreiðsluskilyrði verið sett.

Hægt er að nálgast þau skilyrði hér.

„Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.