Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Vísir Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira