Erlent

Bitinn í typpið af snáki sem kom upp úr klósettinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Snákar sem þessir eru mjög algengir í Taílandi. Þetta er þó ekki typpasólgni snákurinn sem um ræðir.
Snákar sem þessir eru mjög algengir í Taílandi. Þetta er þó ekki typpasólgni snákurinn sem um ræðir. EPA/NARONG SANGNAK

Taílenskur maður varð nýverið fyrir því óláni að vera bitinn í typpið af þriggja metra löngum snáki. Maðurinn var á klósettinu heima hjá sér í Bangkok þegar snákurinn kom þar upp í gegnum lagnirnar og beit manninn. Sauma þurfti fimmtán spor vegna bitsins.

Maðurinn mun hafa verið að pissa en ekki liggur fyrir hvort hann hafi setið eða staðið. Hann mun þó ekki hafa orðið fyrir varanlegum skaða.

Samkvæmt taílenska miðlinum Daily News hafði maðurinn séð snákinn áður í öðru klósetti heimilisins, sem hann hafði hætt að nota í kjölfarið. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að snákurinn gæti farið á milli klósetta í gegnum leiðslurnar.

Maðurinn reif snákinn af sér og var fluttur á sjúkrahús. Sem betur fer reyndist snákurinn ekki eitraður. Snákurinn var gómaður og sleppt út í náttúruna.

Vitað er til þess að annar maður var bitinn í typpið í Taílandi árið 2016 við nánast sömu aðstæður. Árið 2015 lenti ástralskur verkamaður í því að vera bitinn tvisvar sinnum í typpið af könguló á einungis fimm mánuðum. Bæði bitinn áttu sér stað á kömrum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.