Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:30 Hilmar Þór Björnsson arkitekt var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þar talaði hann um borgarlínuna svokölluðu. Vísir/samsett mynd „Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
„Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira