Til skoðunar að setja þak á leiguverð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2018 11:30 Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía. Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53
Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30