Landlæknir kallar á eftirlit með óhefðbundnum lækningum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Formaður Bandalags íslenskra græðara segir bandalagið fagna samvinnu við landlækni. NordicPhotos/Getty Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels