Sjá fram á kreppu í veitingageiranum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. október 2018 06:30 Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. Vísir/Vilhelm „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
„Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira