Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Heimir Már Pétursson í Osló skrifar 31. október 2018 14:49 Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grænland Norðurlönd Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira
Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira