Slá heræfingum sínum á frest Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 09:00 Ríkin tvo hafa oft haldið umfangsmiklar heræfingar. Getty Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira