Slá heræfingum sínum á frest Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 09:00 Ríkin tvo hafa oft haldið umfangsmiklar heræfingar. Getty Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira