Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 15:39 Jón Trausti Reynisson er annar tveggja ritstjóra Stundarinnar. Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins og Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, kemur Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Tilefni skrifanna er færsla sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á sinni Facebook-síðu í gær um leiðara sem Hörður skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag. Leiðarinn bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallaði um kröfur Starfsgreinasambandsisn og VR í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í leiðaranum sagði Hörður að kröfum félaganna yrði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika.“Góður málstaður stéttarfélaga en tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns Sólveig Anna sagði í færslu sinni á Facebook í gær að „fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ Þá sagði hún stemninguna í herbúðum „óvina vinnandi stétta“ ótrúlega og sagði Herði sigað á verkafólk af húsbónda sínum. Jón Trausti segir í færslu sinni að stéttarfélögin hafi góðan málstað eftir miklar launahækkanir ráðamanna og forstjóra, miklar hækkanir á húsnæðismarkaði, lægri bótagreiðslur og ömurlega stöðu lágtekjufólks. „En það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, er ekkert sem staðfestir að hann sé „handbendi“ eða stýrist beint af einhverjum „húsbónda“. Hann kann að hafa sínar skoðanir og hans skoðunum getum við verið ósammála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera beinlínis í duldum hagsmunaárekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður augljóslega gert margt gott og mikilvægt í blaðamennsku, til dæmis afhjúpað svívirðilegar bónusgreiðslur,“ segir Jón Trausti.Ekki neinn sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri Hann rifjar síðan upp að Björn Ingi Hrafnsson sem var ritstjóri Markaðarins frá apríl 2008 til janúar 2009 „hafði þegið hundruð milljóna króna í kúlulánum til að kaupa í Kaupþingi og Exista, með veði í bréfunum, og skrifaði svo viðtal við bankastjórann um ósanngjarnar árásir á bankann. Ég veit ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri. Við þurfum að gera greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Og í því tilfelli er tilvalið að svara viðkomandi efnislega, ráðast á rökin og sannreyna fullyrðingar, frekar en að reyna að koma á stigmagnandi og pólaríserandi umræðutaktík skotgrafanna, þar sem aðrir eru einfaldlega „óvinir“ eða „handbendi“. Ef við innleiðum almennt orðræðutaktík með „ad hominem“ árásir á meinta andstæðinga - fólk af annarri skoðun - sem er nánast afmennskað, „holir menn“ - getur samfélagslegi skaðinn orðið á dýpri skala en efnahagslegt verðbólguskot,“ segir í færslu Jóns Trausta sem sjá má í heild sinni hér. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, kemur Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Tilefni skrifanna er færsla sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á sinni Facebook-síðu í gær um leiðara sem Hörður skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag. Leiðarinn bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallaði um kröfur Starfsgreinasambandsisn og VR í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í leiðaranum sagði Hörður að kröfum félaganna yrði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika.“Góður málstaður stéttarfélaga en tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns Sólveig Anna sagði í færslu sinni á Facebook í gær að „fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ Þá sagði hún stemninguna í herbúðum „óvina vinnandi stétta“ ótrúlega og sagði Herði sigað á verkafólk af húsbónda sínum. Jón Trausti segir í færslu sinni að stéttarfélögin hafi góðan málstað eftir miklar launahækkanir ráðamanna og forstjóra, miklar hækkanir á húsnæðismarkaði, lægri bótagreiðslur og ömurlega stöðu lágtekjufólks. „En það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, er ekkert sem staðfestir að hann sé „handbendi“ eða stýrist beint af einhverjum „húsbónda“. Hann kann að hafa sínar skoðanir og hans skoðunum getum við verið ósammála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera beinlínis í duldum hagsmunaárekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður augljóslega gert margt gott og mikilvægt í blaðamennsku, til dæmis afhjúpað svívirðilegar bónusgreiðslur,“ segir Jón Trausti.Ekki neinn sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri Hann rifjar síðan upp að Björn Ingi Hrafnsson sem var ritstjóri Markaðarins frá apríl 2008 til janúar 2009 „hafði þegið hundruð milljóna króna í kúlulánum til að kaupa í Kaupþingi og Exista, með veði í bréfunum, og skrifaði svo viðtal við bankastjórann um ósanngjarnar árásir á bankann. Ég veit ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri. Við þurfum að gera greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Og í því tilfelli er tilvalið að svara viðkomandi efnislega, ráðast á rökin og sannreyna fullyrðingar, frekar en að reyna að koma á stigmagnandi og pólaríserandi umræðutaktík skotgrafanna, þar sem aðrir eru einfaldlega „óvinir“ eða „handbendi“. Ef við innleiðum almennt orðræðutaktík með „ad hominem“ árásir á meinta andstæðinga - fólk af annarri skoðun - sem er nánast afmennskað, „holir menn“ - getur samfélagslegi skaðinn orðið á dýpri skala en efnahagslegt verðbólguskot,“ segir í færslu Jóns Trausta sem sjá má í heild sinni hér.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30