Erlent

Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa

Samúel Karl Ólason skrifar
Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag.
Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Getty/NASA

Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. Slíkar örverur og jafnvel svampar gætu lifað af á yfirborði plánetunnar rauðu, samkvæmt nýrri rannsókn.

AFP fréttaveitan ræddi við forsvarsmann rannsóknarinnar, Vlada Stamenkovic, sem segir að niðurstöður rannsóknar vísindamannanna gerbreyti skilningi manna á möguleikum lífs, bæði nú og áður, á Mars.

Þar til nú hefur verið talið að hið litla magns súrefnis sem finna má á Mars gæti ekki stutt líf. Súrefni er um 0,14 prósent af andrúmslofti Mars, samanborið við 21 prósent hér á jörðinni.

Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag.

Það hefur þó verið talið mögulegt að finna megi vatn, og jafnvel mikið vatn, undir yfirborði plánetunnar.

Vísindamenn opinberuðu í sumar að fljótandi vatn hefði fundist undir yfirborði suðurskauts Mars. Það hefur ekki frosið né gufað upp vegna þess hve mikið salt er í því. Þá var talið ólíklegt að líf gæti fundist í vatninu.

Þessi nýja rannsókn hófst eftir að Curiosity, vélmennið sem ekið er um Mars, vann efnasambönd sem þurfa mikið magn súrefnis til að verða til. Það er þó til mikið af lífverum hér á jörðinni sem þurfa ekki súrefni.

Þó vísindamennirnir gefi ekki í skyn að niðurstöður þeirra séu til marks um að líf megi finna á Mars þykja þær til marks um að það sé líklegra en áður.

Frekari upplýsingar má finna í umfjöllun Space.com.
 


Tengdar fréttir

Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity

Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.