Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 06:00 Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart. IWF „Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu