Innlent

Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í morgun tvær tilkynningar um erlenda menn sem fóru í hús á Akureyri og buðu fram vinnu við garðaumhirðu eða þvott á bifreiðastæðum. Lögreglan telur boð mannanna svipuð og þeirra sem herjuðu á eldra fólk á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

Þá varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að írskir farandverkamenn væru á ferð og boðið upp á á þrifaþjónustu, meðal annars að háþrýstiþvo hús og bílaplön. Farandverkamönnunum var svo borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið.

Í samtali við varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri gat hann ekki slegið því föstu að um sömu menn væri að ræða en ljóst væri að málin væru afar keimlík. Því vildi lögreglan á Akureyri vara við mönnunum og telur hún allar líkur á því að um svikastarfsemi sé að ræða.

Hvetur lögreglan almenning til þess að láta lögreglu vita af þeim sem bjóði upp á svona þjónustu, með því að hringja inn tilkyninngu í 112.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×