Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 20:54 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þegar hún flutti málið í héraði. Vísir/Vilhelm Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent