Innlent

Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið.

Mikið hefur verið rætt og ritað um endurgerð braggans og nærliggjandi húsa í Nauthólsvík, einkum vegna mikils kostnaðar við framkvæmdina. Samkvæmt upphaflegri kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta á bilinu 146 til 158 milljónir en er heildarkostnaður nú kominn yfir 400 milljónir króna.

Vakið hefur athygli að þar af voru keypt strá sem gróðursett voru umhverfis braggann fyrir alls 757 þúsund krónur. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg voru keyptar 800 grasplöntur sem hver kostaði tæpar 950 krónur. Þá nam kostnaður vegna gróðursetningar um 400 þúsundum sem gerir alls eina milljón 157 þúsund krónur.

Meirihluti borgarstjórnar hyggst á morgun leggja fram tillögu í borgarráði til að árétta að enginn angi málsins verði undanskilinn við skoðun þess hjá innri endurskoðun sem falið verður að kanna hvers vegna svo mikil framúrkeyrsla var við framkvæmdina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.