Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 14:37 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar. visir/jói k Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra. Braggamálið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra.
Braggamálið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira